Þjónustuborð

Auk hefðbundinnar símsvörunar og móttöku viðskiptavina veitir þjónustuborð Fjárvakurs eftirfarandi þjónustu til viðskiptavina, birgja þeirra og starfsmanna.

 

Móttaka og skönnun reikninga

Þjónustuborð sér um að taka á móti reikningum, sem berast í pósti frá birgjum viðskiptavina, og skanna þá inn í uppáskriftarkerfi.  

 

Upplýsingar um ógreidda reikninga

Birgjar viðskiptavina okkar geta haft samband við þjónustuborð til að fá upplýsingar um stöðu ógreiddra reikninga. Innheimtubréf berast einnig til þjónustuborðs.

 

Reikningsyfirlit

Reikningsyfirliti frá viðskiptavinum Fjárvakurs er hægt að óska eftir símleiðis eða með tölvupósti. Taka þarf fram kennitölu fyrirtækisins sem óskar eftir yfirlitinu, heiti fyrirtækis sem viðkomandi vill fá yfirlit yfir og tímabil yfirlits.

 

Afrit reikninga

Viðskiptavinir Icelandair geta hringt eða sent tölvupóst og óskað eftir afriti af reikningum v/flugmiðakaupa. Afrit af reikningum eru send með tölvupósti. Gjald fyrir hvert afrit er kr. 1.200.

 

Afgreiðsla starfsmannakorta

Starfsmenn Icelandair Group samstæðunnar geta sótt um starfsmannakort með því að fylla út umsókn á MyWork undir Requests.  Þar er smellt á ID Card og fylltar út upplýsingar sem beðið er um. 

Ef starfsmenn eiga nýlega passamynd með ljósum bakgrunni, er nóg að senda hana til þjónustuborðs með umsókn. Ef ekki, þá geta starfsmenn komið í myndatöku til þjónustuborðs Fjárvakurs þeim að kostnaðarlausu.

ID kort eru aðeins fyrir fastráðna starfsmenn eftir 3 mánuði í starfi og er þeim framvísað þegar flugmiðar eru sóttir eða aðrir starfsmannaafslættir nýttir.  Afgreiðslutími er áætlaður 3-5 virkir dagar, en ef starfsmenn vilja óska eftir flýtimeðferð, hafa þeir samband við þjónustuborð þegar umsókn hefur verið send.

 

Opnunartími: Virka daga kl. 9:00 - 16.00

Símanúmer: 5050 250

Netfang: fjarvakur@fjarvakur.is 

Fjárvakur – Icelandair Shared Services    |    Icelandairhúsinu    |    Reykjavíkurflugvelli    |    101 Reykjavík    |    Sími 505 0250    |    fjarvakur@fjarvakur.is
Fjárvakur – Icelandair Shared Services
Icelandairhúsinu
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík
Sími 505 0250
fjarvakur@fjarvakur.is